Innlent

Sekt og svipting skotvopnaleyfis fyrir veiðilagabrot

MYND/KK

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 70 þúsund króna sekt og var sviptur skotvopnaleyfi í eitt ár vegna ólöglegra veiða. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið veiðilög með því að hafa skotið sex grágæsir og eina heiðagæsir innan sveitarfélagsins Hornafjarðar þrátt fyrir að fuglarnir væru friðaðir.

Ákærði viðurkenndi að hafa skotið fuglana en var tvísaga um það hvort hann hefði skotið þá með riffli eða haglabyssu. Þótti dóminum út frá vitnisburði dýralæknis og lögreglumanns sannað að hann hefði notað riffil við veiðarnar. Þótti hæfileg refsing 70 þúsund króna sekt og svipting á skotvopnaleyfi í eitt ár en auk þess voru bæði riffill og haglabyssa mannsins og bráðin gerð upptæk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×