Innlent

Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar.

Feðgarnir munu hafa deilt í eldhúsi veitingastaðarins og lyktaði deilunum með því að pilturinn stakk föður sinn með hnífi í síðuna þannig að hann hlaut lífshættulega áverka þar sem hnífurinn gekk í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að faðir ákærða hefði áður beitt hann ofbeldi og atyrt hann en engu að síður þótti árásin sérlega hættuleg. Því þótti tólf mánaða fangelsi hæfileg refsing en ákærða ber einnig að sækja sálfræðimeðferð í eitt ár til að vinna bug á reiði í garð föður síns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×