Innlent

Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða

Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili.

Drengurinn kynntist tuttugu og sex ára manni á síðum fyrir samkynhneigða á netinu en samkvæmt heimildum fréttastofu taldi hann að þá yrði auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Tilgangurinn var að finna fórnarlamb til að drepa eins og hann bar hjá lögreglu eftir að maðurinn komst við illan leik, á slysadeild eftir að drengurinn hafði stungið hann í bakið fyrir framan Skautahöllina í Laugardal.

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir drengnum til 26. september auk þess sem hann þarf að fara í geðrannsókn. Hann er þó laus úr einangrun en dvelur á unglingaheimili út gæsluvarðhaldstímann.

Atburðarásin í kringum glæpinn minnir helst á kvikmynd - eða tölvuleik jafnvel.

Að sögn lögreglu er það þekkt að eldri einstaklingar reyni að tæla til sín ungmenni í gegnum netið, þá yfirleitt í kynferðislegum tilgangi. Þetta mál er hins vegar einstakt hérlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×