Innlent

Unglingsstúlkur hótuðu lögreglu öllu illu

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra. Til stóð að fara með stúlkurnar til síns heima en þær brugðust ókvæða við og voru því fluttar á lögreglustöð. Á leiðinni segir lögregla þær hafa hótað lögreglumönnum öllu illu og þykir lögreglu þetta minna á uppákomuna í Skeifunni um helgina þar sem víða skorti á aga og virðingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×