Innlent

Segir glæpahring starfandi hér á landi

MYND/Teitur
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann bendir á að lögregla og tollgæsla hafi þrisvar á árinu komið í veg fyrir að Litháar næðu að smygla miklu magni af amfetamíni til landsins. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×