Lífið

Magni með langflest atkvæði

MYND/hrönn
Magni Ásgeirsson var kosinn áfram í næstu umferð þáttanna Rockstar:Supernova í gærkvöldi. Kynnir þáttanna tilkynnti óvænt að Magni hefði fengið langflest atkvæði keppenda og væri því óhultur.

Magni Ásgeirsson er núna einn fimm keppenda sem berjast um það að verða söngvari rokksveitarinnar Supernova.

Sem fyrr komu áhorfendur að vali á söngvaranum og í ljósi þess að Magni var búinn að vera meðal þriggja neðstu í síðustu tveimur þáttum voru landsmenn hvattir til að sofna ekki á verðinum, en auglýsingar hafa verið verið í spilun á Skjá Einum og tölvupóstar hafa gengið manna á milli síðustu daga til þess að virkja íslenska áhorfendur til þess að sýna Magna stuðning og kjósa.

Greinilegt er að það hefur skilað tilætluðum árangri.

Þeir keppendur sem lentu í þremur neðstu sætunum voru Ryan Star, Storm Large og Dilana, og kaus hljómsveitin að senda Ryan Star heim í þetta skiptið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×