Kveikt var í tveimur strætóskýlum í nótt og eru þau mikið skemmd. Slökkviliðsmenn fá reglulega útköll þar sem kveikt hefur verið í strætóskýlum. Þeir sem stunda þessa iðju sprauta venjulega eldfimum vökva á gler strætóskýlanna, kveikja svo í og eyðileggja þannig glerið. Annað af strætóskýlunum stendur í Hlíðarhjalla í Kópavogi en hitt í Ljósuvík í Grafarvogi.
Kveikt í tveimur strætóskýlum
