Innlent

Molbúaháttur einkennir fjárveitingar til Landspítalans

MYND/Vísir

Molbúaháttur ræður för þegar stjórnvöld ákveða fjárframlög til Landspítalans. Þetta segir formaður stjórnarnefndar spítalans.

Yfirstjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur oftar en einu sinni undanfarin ár vakið athygli á þörf spítalans fyrir aukið fjármagn. Nú er svo komið í ljós að 200 milljóna króna halli er á rekstri spítalans fyrstu fimm mánuði ársins.

Pálmi Ragnar Pálmason, formaður stjórnarnefndar Landspítalans, segir spítalann hafa verið rekinn á þanmörkum undanfarin 6 til 7 ár sem varla geti talist eðlilegt. Hann segir grundvallarskekkju liggja í fjárveitingum til stofnunarinnar sem felist í því að upphæðin helgist ekki af þeim aðgerðum og fleiru sem þar fer fram, heldur af ákvörðun um heildarupphæð. „Svo er það bara heppni eða óheppni hvort margir verða veikir eða ekki. Þetta er náttúrlega molbúaháttur," segir Pálmi.

Fátt var um svör hjá Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um ástand rekturs Landspítalans eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún sagði reksturinn velta á u.þ.b. 30 milljörðum á ári og góður árangur hafi náðst í rekstrinum undanfarin ár. Fjárhagurinn verði svo skoðaður í sumar og haust eins og ávallt.

 

 

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×