Fótbolti

Makelele hættur með landsliðinu

Makelele í baráttu við Pirlo
Makelele í baráttu við Pirlo MYND/AFP

Claude Makelele er hættur að leika með franska landsliðinu en hann tilkynnti þetta í dag. Fyrirfram var búist við að HM yrði hans síðasta mót og svo varð raunin. Makelele er 34 ára gamall og hefur leikið 50 landsleiki fyrir Frakka.

Þrátt fyrir að hafa verið einn af betri leikmönnum Frakklands undanfarinn áratug eða svo náði hann ekki vinna sé sæti í landsliðshóp frakka sem urðu heimsmeistarar 1998 og Evrópumeistarar 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×