Fótbolti

Málaferlin á Ítalíu tefjast

MYND/AP

Málaferlin í hneykslismálinu á Ítalíu munu halda áfram á morgun (þriðjudag) og verður dómur væntanlega kveðinn upp þá. Kveða átti dóminn upp í dag (mánudag) en vegna lagaflækja og lagalegs málþófs þá var málinu frestað um einn dag.

Mikið hefur verið deilt um framkvæmd rannsóknarinnar og málshöfðunarinnar og rifist hefur verið um lagaleg atriði. Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina gætu öll verið dæmd niður um deild ásamt því að fá ekki úthlutað evrópusæti í evrópukeppnum FIFA á komandi tímabili ef þau verða fundin sek.

Upphaflega átti að dæma í málinu fyrir úrslitaleikinn á HM 9. júlí en tvisvar hefur málinu verið frestað, meðal annars vegna þess að nokkur lið úr Seria B telja sig hafa hagsmuna að gæta í málinu og fengu þau því tíma til að undirbúa kröfugerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×