Fótbolti

Lögfræðingur Juve segir að liðið eigi hrós skilið ekki réttarhöld

Fyrrum yfirmenn Juventus eiga hrós skilið fyrir að hjálpa Ítölum að sigra HM frekar en að vera ákærðir fyrir spillingu segir lögmaður Juventus.

Lögmaðurinn segir að fella eigi málið niður vegan þess að símtölin sem að málið er byggt að langmestu leyti á séu aðeins brot af heildarsímtölunum sem að fyrrum forseti Juventus Luciano Moggi átti.

,,Símtölin sem að rannsóknin byggir á eru um það bil 40 talsins og við vitum ekki hvað kom fram í hinum 99.960 símtölunum" sagði Trofino lögmaður. Lögmaðurinn segir að það verði að rannsaka öll símtölin áður en að hægt sé að halda málinu áfram.

Hann lagði einnig áherslu á hlutverk Moggi og annarra stjórnarmanna Juve í því að gera Juventus að uppistöðunni í ítalska landsliðinu. Meira en þriðjungur leikmanna ítalska liðsins eru í Juventus og Lippi þjálfari er fyrrum þjálfari Juve. Áfrýjunum í málinu verður að vera lokið fyrir 27 júlí því að þá rennur út fresturinn til að tikynna hvaða lið muni taka þátt í evrópukeppnunum á vegum FIFA.

AS Roma eitt af stóru liðunum á Ítalíu hefur náð að tvöfalda virði hlutabréfa í liðinu á seinustu þrem vikum vegna þess að nú virðast vera líkur á að þeir muni taka þátt í meistaradeildinni. Juventus, AC Milan og Fiorentina náðu öll meistaradeildarsæti en gætu mist þau ef að þau verða fundin sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×