Fótbolti

Ítölsku liðin standa ekki saman í málaferlunum

MYND/AP

Þrjú af fjórum liðunum sem að eru ákærð fyrir spillingu í ítalska boltanum héldu því fram fyrir rétti á fimmtudag að fella ætti niður ákærur á hendur þeim og að Juventus ætti að sæta ábyrgð í málinu.

Með þessu eru liðin að gera öfugt við Juventus sem að hafa lýst sig tilbúna til að taka því að vera fellt niður í Seria B deildina. Lögfræðingar liðanna þriggja sögðu á fimmtudag að liðin hefu ekkert að svara fyrir í réttarhöldunum.

Lögfræðingur Lazio sagði: ,,Við hjá Lazio erum saklausir. Við höfum ekkert að játa. Augljóslega hafa lögfræðingar Juventus ákveðið að betra væri að játa. En við hjá Lazio höfum ekkert að fela." Réttarhöldin fjalla um hvort að liðin hafi reynt að hafa áhrif á leiki með því að blanda sér í val á dómurum fyrir leiki. Liðin fjögur, 26 yfirmenn þeirra og ítalska knattspyrnusambandsins ásamt dómurum og línuvörðum sem að eru bendlaðir við málið hafa neitað sök í málinu.

Juvenntus hafa gefið til kynna að þeir muni sætta sig við að vera dæmdir niður um eina deild eða niður í Seria B. Saksóknarinn í málinu vill hins vegar að Juventus verði sviptir titlinum sem að þeir unnu í vor og í fyrravor og að liðið verði dæmt niður í Seria C eða niður um tvær deildir og hin liðin þrjú verði dæmd niður um eina deild eða niður í Seria B. Einnig yrðu þá öll liðin að byrja með mínusstig í upphafi tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×