Fótbolti

Fjórir tímar í heimsmeistaratitil

Tíminn er núna, Berlín iðar af ítölskum og frönskum fánum, fólki í öllum regnbogans litum. Hér á Olympíuleikvangingum er sögulegur leikur í uppsiglinu, tvö lið, 22 leikmenn, dómari, tveir línuverðir og verðlaunin er eilífðin sjálf, nafn sigurliðsins greypt í granít, tapliðið fær bara silfur. Og hver vinnur?

Það hafa menn skrifað hér á vefinn, og sakað mig um að halda með hinum og þessum, ég held með engum, bara andagiftinni og þessari listrænu íþrótt, fótboltanum, frábærir leikmenn í hvoru liði, og svo lengi sem þetta verða góðar 90 fótboltamínútur er ég sáttur, vona að framlenging taki ekki við, og helst ekki vítaspyrnukeppni.

Hér í Berlín er eitt orð meira áberandi en nokkuð annað, Danke, takk. Takk fyrir skemmtunina, takk fyrir að leyfa okkur ad tengjast svona á fjögurra ára fresti, takk fyrir fótboltann í stuttu máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×