Fótbolti

Grosso byrjaði ekki í alvörufótbolta fyrr 2001

Grosso fagnar marki sínu í undanúrslitum
Grosso fagnar marki sínu í undanúrslitum MYND/AP

Fabio Grosso, leikmaður Ítalíu segir að hann hafi ekki byrjað að spila alvöru fótbolta fyrr en fyrir fimm árum síðan þegar Perugia fékk hann á frjálsri sölu frá fjórðu deildar liðinu Chieti.

Hann hafði byrjað að spila með því liði árið 1998 er hann var tvítugur. Í dag er hann þjóðarhetja á Ítalíu og hafði þetta að segja um málið. " Þar sem ég byrjaði í þessum svo seint gefur það mér svo mikið að vera hér í dag og vera hluti af þessu liði.

Ég er ennþá í góðu sambandi við félaga mína í Chieti og flestir af þeim eru mínir bestu vinir. Ég er stoltur af því að hafa farið þessa leið og vera kominn hingað. Hvað get ég annað gert? Minn atvinnumannaferil byrjaði ekki af alvöru fyrr en ég var 23 ára gamall en þeir dagar sem ég átti með Chieti voru þeir bestu hingað til í mínu lífi," sagði Grosso Grosso spilar nú með Palermo en hann fór þangað árið 2005.

Draumur hans er að spila fyrir Inter Milan og svo gæti farið að hann fari þangað eftir HM en hann hélt með því liði í æsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×