Fótbolti

Draumur að rætast

MYND/AP

Marcello Lippi, þjálfari Ítala segir að draumur sinn hafi ræðst í gær þegar lið hans komst í úrslitaleikinn á HM eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum í Dortmund.

"Þetta er langþráður draumur hjá mér sem er loksins að rætast. Við vorum það lið sem áttum að vinna þennan leik og við gerðum það. Ítalskur fótbolti er frábær. Við eigum marga góða leikmenn og góð lið sem hafa alltaf náð frábærum árangri. Ég er á því að við stjórnum þessum leik.

Hér voru 50.000 þjóðverjar að hvetja sitt lið og þeir voru frábærir, eitt það besta sem ég hef orðið vitni af. Við skorðum tvö frábær mörk og það var gott að sleppa við vítaspyrnukeppnina, hún er bara lottó. Mínir menn eru stoltir af sínu og ég veit heima á Ítalíu eru flestir út á götum að fagna og ég veit að þjóðin er stolt af okkur.

Ég var alveg á því að Alessandro Del Piero mundi breyta gangi leiksins þegar ég setti hann inná. Ég horfði oft á hann meðan á leiknum stóð og ég var með þá tilfinningu að hann væri lykilinn að okkar sigri. Hann breyti miklu fyrir okkur eftir að hann kom inn á," sagði Lippi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×