Fótbolti

Carragher vill sjá Gerrard sem fyrirliða

Jaimie Carragher telur að Steven Gerrard liðsfélagi hans já Liverpool sé betri kostur sem næsti fyrirliði enska landsliðsins heldur en John Terry leikmaður Chelsea.

Steve McClaren verður að velja n+yjan fyrirliða fyrir komandi verkefni enska liðsins eins og undankeppni Evrópukeppninnar 2008. Helstu kandídatanrnir eru þeir Steven Gerrard og John Terry.

Carragher, sem að hefur haft Gerrard sem fyrirliða sinn hjá Liverpool síðan að hann tók við því hlutverki af Saami Hyypia, telur að Gerrard sé fullkominn fyrirlið og að miðað við reynslu hans af Gerrard í því hlutverki hjá Liverpool þá telur hann að ekki sé hægt að finna betri fyrirliða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×