Fótbolti

Viðbrögð á næstunni

MYND/AP

Enska knattspyrnusambandið ætlar að senda frá sér viðbrögð á næstunni vegna brottvísunar Wayne Rooney. Hann fullyrðir að hann hafi ekki sparkað viljandi í klof Carvalho, þegar hann var rekinn af velli gegn Portúgal á dögunum.

Rooney sagðist "felmtri sleginn" þegar hann sá rauða spjaldið á lofti.

Knattspyrnusambandið ætlar að taka það fram í viðbrögðum sínum að um tvö hugsanleg brot hafi verið að ræða áður en til umdeilda atviksins kom.

Rooney á yfir höfði sér bann þegar England hefur undankeppnina fyrir EM-2008. Lengd bannsins verður ákveðið af aganefnd FIFA, en afsökunarbeiðnin sem nefndin hafði vonast eftir frá enskum vegna atviksins, kemur líklega ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×