Fótbolti

Carlos hættur með Brasilíu

MYND/Reuters

Roberto Carlos, leikmaður Real Madrid og Brasilíska landsliðsins er hættur með að spila með landsliðinu. Kappinn hefur spilað 132 leiki fyrir þjóð sína og skorað 11 mörk í þeim.

Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 1993 og hefur spilað á þremur heimsmeistaramótum. Hann varð heimsmeistari með Brasilíu 2002, vann Copa Ameríka 1997 og 1999. Álfukeppnina árið 1997 og hann var í bronsliði Brasilíu árið 1996 á Ólympíuleikunum í Atlanta. Svo var hann i silfurliði Brasilíu á HM árið 1998.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×