Fótbolti

Segir engin leiðindi á milli sín og Rooney

Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa skorað úrslitamarkið í vítaspyrnukeppni Englands og Portúgal í 8 liða úrslitum á HM.
Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa skorað úrslitamarkið í vítaspyrnukeppni Englands og Portúgal í 8 liða úrslitum á HM. MYND/AP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og Portúgalaska landsliðsins segir að hann og Wayne Rooney séu sáttir og engin vandamál væru á milli þeirra eftir atvik sem varð í leik Englands og Portúgal á HM á laugardaginn.

Hann hafði þetta um málið að segja:

"Það sem hefur verið skrifað og sagt um mig og Wayne Rooney, félaga minn hjá Manchester United. Við erum sáttir og það er engin óvild hjá okkur. Við erum búnir að vera í sambandi eftir leikinn og hann óskaði mér góðs gengis. Hann sagði að við værum með frábært lið og að við gætum náð langt ef við lékum sama boltann. Hann var mér ekki reiður og bað mig sérstaklega að taka ekki mark á því sem enskir fjölmiðlar væru að segja.

Breska pressan væri alltaf að reyna að koma illindum af stað og þeir væru snillingar í því. Fyrir leikinn talaði ég við liðsfélaga mína hjá United og ég óskaði þeim góðs gengis og þeir mér. Það var ekki mér að kenna að Rooney fékk rautt spjald. Ég er ekki dómarinn og ég get ekki rekið menn af velli.

Síðan er verið að skrifa fréttir um að ég vilji fara frá Manchester United. Ég hef aldrei sagt það. Ég vil leika áfram með Manchester United. Þetta er bara dæmigert fyrir enska fréttamennsku sem reyna alltaf að slá menn út af laginu," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×