Fótbolti

Ballack og Klose tilbúnir í undanúrslitin

Michael Ballack fagnar eftir að Þýskaland sigraði Argentínu í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum á HM.
Michael Ballack fagnar eftir að Þýskaland sigraði Argentínu í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum á HM. MYND/REUTERS

Michael Ballack og Miroslav Klose verða með Þjóðverjum er þeir taka á móti Ítölum á morgun í undanúrslitum HM. Báðir þessir leikmenn meiddust í leiknum við Argentínu á föstudaginn í 8-liða úrslitum.

Báðir leikmennirnir hafa tekið því rólega síðan þá og þeir fóru í skoðun í morgun sem sýndi að þeir eru í góðu formi fyrir leikinn á morgun gegn Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×