Fótbolti

Frakkland er ekki of gamalt lið

Patrick Viera og Raymond Domenech þjálfari franska landsliðsins.
Patrick Viera og Raymond Domenech þjálfari franska landsliðsins. MYND/AFP

Patrick Vieira, leikmaður Frakklands segir að sigur þeirra gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum hafi sýnt það og sannað og liðið sé ekki of gamalt eins og margir hafa verið að segja. Þjálfarinn Raymound Domenech var harðlega gagnrýndur fyrir að velja leikmenn sem voru komnir vel yfir þrítugt og liðið átti í mesta basli í riðlakeppninni en er komið í undanúrslit.

" Margir voru á því að liðið væri alltof gamalt fyrir þetta mót. En enginn var að segja hvernig við lékum eða hvernig frammistaða okkar á vellinum var. Við tókum ekki marka á þessu og hvert erum við komnir núna;" sagði Viera.

Thierry Henry tók í sama streng og hafði þetta að segja. " Fólk var að gagnrýna okkur frá fyrsta degi, segja að liðið væri gamalt og þreytt. Við erum komnir í undanúrslit og getum ekki farið neðar en í 4 sæti og er það ekki góður árangur á HM?;" sagði Henry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×