Fótbolti

Rooney ætlar ekki að fyrirgefa C. Ronaldo

Wayne Rooney sparkar í jörðina eftir að hafa verið rekinn útaf í leik Englands og Portúgal.
Wayne Rooney sparkar í jörðina eftir að hafa verið rekinn útaf í leik Englands og Portúgal. MYND/AP

Enski köggullinn, Wayne Rooney, á ekki eftir að fyrirgefa samherja sínum C. Ronaldo hjá Man.Utd. Rooney var æfur eftir leikinn gegn Portúgal og eftir vítaspyrnukeppnina ætlaði Rooney að æða inn í búningsherbergi Portúgal og eiga nokkur vel valin orð við samherja sinn hjá Man.Utd. Ronaldo.

Samherjar Rooney í enska landsliðinu þurftu að halda honum til koma í veg fyrir að æddi inn í klefa hjá Portúgal.

Daginn eftir var síðan haft eftir Wayne Rooney að hann væri til í að brjóta Ronaldo í tvennt og berja hann í höfuðið.

Gaman verður að fylgjast með þegar og ef C. Ronaldo mætir á æfingu hjá Man.Utd. eftir sumarfrí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×