Fótbolti

Gerrard ekki ánægður með Ronaldo

MYND/AFP

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins sendir hinum Portúgalska leikmanni Manchester United, Ronaldo kaldar kveðjur eftir atvik sem gerðist í leik Englands og Portúgal í gær á HM.

Um er að ræða margfrægt atvik þegar Wayne Rooney var rekinn af velli og vilja enskir meina að Ronaldo hafi átt stóran þátt í því að Rooney var rekinn af velli.

"Ef þetta hefði verið minn samherji hjá Liverpool þá hefði ég aldrei gert það sem hann gerði við Rooney. Við sáum að Ronaldo kom hlaupandi og vildi fá Rooney út af. Ég held að þetta lýsi honum sem persónu best. Ef ég væri að spila gegn samherji mínum og svona staða kæmi upp mundi ég aldrei reyna að fá hann út af.

Ég er ennþá að hugsa um þetta víti sem ég klikkaði á og það bara fer ekki út úr mínum huga. Ég var maður til að taka þetta víti, ég ætlaði að skora og hitt boltann vel en þetta var bara ekki nógu gott hjá mér því miður. ég hef tekið 20-30 víti og skorað úr 95% þeirra. Svona er þetta bara og þetta er fúlt," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×