Fótbolti

Beckham meiddur í 6 vikur

MYND/AP

David Beckham meiddist í lokaleik Englands á HM í Þýskalandi og verður frá æfingum og keppni í um 6 vikur og missir líklega af fyrsta landsleik Englands undir stjórn Steve McClaren.

Bekcham sem að var að hætta sem fyrirliði enska liðsins er með rifu á hásin og er með tognuð liðbönd í hné. Þetta kom í ljós eftir að hafa verið skoðaður í dag af læknum. Beckham mun fara í nánari skoðun á næstu dögum með læknum Real Madrid og þá kemur í ljós nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×