Fótbolti

"Ég reyndi ekki að hafa áhrif á rauðaspjaldið"

Ronaldo fagnar sigri Portúgal
Ronaldo fagnar sigri Portúgal MYND/AP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og Portúgalska landsliðsins segir að hann hafi ekki með neinu móti reynd að fá félaga sinn hjá United, Wayne Rooney út af í leiknum í gær.

Rooney var rekinn af velli á 62 mínútu er hann braut á Ricardo Carvalho.

"Enska pressan Rooney hafi fengið rauðaspjaldið vegna þess að ég talaði við dómarann. Þetta er ekki satt. Ég talaði við dómarann en ég hafði ekkert með hans ákvörðun að gera. Ég sagði bara við að þetta væri brot en minnist ekkert á rautt spjald. Rooney er vinur minn og við spilum saman með United," sagði Ronaldo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×