Fótbolti

"Ekki kenna Rooney um"

Leikmenn enska liðsins, mjög leiðir eftir leikinn.
Leikmenn enska liðsins, mjög leiðir eftir leikinn. MYND/AP

 

Steven Gerrard, fyrirliðu Liverpool og leikmaður enska landsliðsins segir að það eigi ekki að kenna Wayne Rooney hvernig fór í gær en England var slegið út af Portúgal í 8-liða úrslitum og Rooney fékk að líta rauða spjaldið á 62 mínútu.

 

" Við gáfum allt í þetta og ég vona að fólk heima fari ekki að kenna Rooney um hvernig fór, eða þeim sem misnotuðu vítaspyrnunnar.En ef svo fer að fólk geri það, þá tökum við á því eins og menn.

Við gáfum allt í þetta og vorum alveg búnir þegar að vítaspyrnukeppninni var komið. Orka okkar var enginn og við tókum ekki góðar vítaspyrnur," sagði Gerrard.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×