Fótbolti

"Verðum að eiga toppleik"

Steven Gerrard, leikmaður Englands segir að lið sitt verði að eiga toppleik ætli það sér að fara lengra í keppninni. England mætir Portúgal í dag í 8-liða úrslitum.

England hefur komist í 4ja liða úrslit á HM síðan 1990 er liðið tapaði fyrir Þjóðverjum í mögnuðum leik og eftir vítaspyrnukeppni.

"Núna verða allir að leggjast á eitt og koma með frammistöðu sem dugar okkur. Við munum ekki komast áfram með þeirri spilamennsku sem við höfum verið að sýna fram að þessu. Núna mætum við toppliði og Portúgal mun ekki leyfa okkur að spila þann leik sem við höfum verið að gera fram að þessu. Ef við spilum ekki betur þá erum við á leiðinni heim, svo einfalt er það. Þessi leikur er mesta próf sem þetta lið fer í. Ef við spilum eins og við höfum verið að gera eigum við enga möguleika að vinna þessa keppni. Þessi leikur er tækifæri fyrir okkur að sýna hvað við getum og hversu góðir við erum í raun. Ef við náum toppleik getum við haldið áfram," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×