Fótbolti

Scolari tilbúinn að taka áhættu með Ronaldo

MYND/Reuters

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgals er tilbúinn að taka áhættu í leiknum gegn Englandi í dag og nota Cristiano Ronaldo sem hefur verið meiddur undanfarið. Scolari sagði fyrir stuttu að leikmaðurinn væri kominn í lag og yrði með. Deco verður ekki með í þessum leik þar sem hann er í banni.

"Hvað Ronaldo varðar þá get ég ekki sagt neitt um það á þessari stundu. Við verðum bara að bíða og sjá til. Ef hann er tilbúinn þá spilar hann. Við eigum nóg af góðum leikmönnum sem geta komið inn fyrir þá sem ekki geta spilað," sagði sá stóri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×