Fótbolti

Aragones áfram með Spánverja

Hinn 67 ára gamli Luis Aragones, þjálfari Spánar verður áfram með liðið fram yfir EM sem fer fram eftir 2 ár. Spænska liðið var slegið út úr HM í 16-liða úrslitum gegn frökkum.

"Spænska knattspyrnusambandið er ánægt með störf mín og ég ætla að framlengja samning minn og koma liðinu á EM eftir tvö ár," sagði hinn aldni þjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×