Fótbolti

Lampard meiddur

Frank Lampard gefur einhverjum þumalinn í leik Englands og Ekvador í 16 liða úrslitum á HM.
Frank Lampard gefur einhverjum þumalinn í leik Englands og Ekvador í 16 liða úrslitum á HM. MYND/AP

Fréttir herma að Frank Lampard, leikmaður Englands sé meiddur og verði líklega ekki með liði sínum þegar það mætir Portúgal á morgun í 8-liða úrslitum. Sagt er frá því að hann hafi snúið sér ökklann á æfingu liðsins við Baden-Baden.

Hann var strax settur í meðferð vegna þessa og segir að það eina sem Sven-Göran Eriksson og félagar gera núna er að krossleggja fingur og vona það besta. Fari svo að hann spili ekki yrði það mikið áfall fyrir Englendinga enda leikmaðurinn einn af lykilmönnum liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×