Fótbolti

Við brotnum ekki gegn Þjóðverjum

Argentínumaðurinn Hernan Crespo berst um boltan í leik Argentínu og Mexikó á HM 2006.
Argentínumaðurinn Hernan Crespo berst um boltan í leik Argentínu og Mexikó á HM 2006. MYND/AP

Hernan Crespo, leikmaður Argentínu er á því að sagan endurtaki sig eins og á HM árið 1990 þegar Maradona og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu Ítali út úr HM í 4ja liða úrslitum. En þá var HM haldin á Ítalíu og líkt og nú spilar Argentína við gestgjafana. Í þeirri sömu keppni unnu svo Þjóðverjar Argentínu í úrslitaleiknum 1-0.

" Við erum í svipaðri stöðu núna og árið 1990. Þessar þjóðir hafa spilað tvisvar til úrslita og var það tvær keppnir í röð. Við unnum árið 1986 og þeir 1990. Við þurfum bara að hugsa til 1990 og reyna að bæta fyrir það. Það er bara gott að spila gegn heimaþjóðinni. Augu allra er á þeim og pressan mun meiri en á okkur. Ég á samt ekki von á eins erfiðum leik og gegn Mexico. Við vitum allir að þjóðverjar eru góðir og sterkir en þeir spila ekki eins og til dæmis Mexico og ég er ekki vafa að við munum hafa þennan leik í hendi okkar.

Leikurinn er í dag klukkan 15.00 og sýndur beint á Sýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×