Fótbolti

Shevchenko hlakkar til að mæta Ítalíu

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko berst um boltann við Blerim Dzemaili frá Sviss í leik liðanna í 16 liða úrslitunum á HM.
Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko berst um boltann við Blerim Dzemaili frá Sviss í leik liðanna í 16 liða úrslitunum á HM. MYND/afp

Andriy Shevchenko, fyrirliði Úkraínu hlakkar mikið til að mæta Ítölum en leikmaðurinn spilaði sjö ár með Milan en eins og kunnugt þá hefur hann ákveðið að færa sig um set og mun hann spila með Chelsea næsta vetur. Margir félagar Sheva (eins og hann er kallaður) hjá Milan eru í Ítalska hópnum.

"Ítalska liðið er fullt af mjög góðum og hæfilega ríkum leikmönnum. Margir af þeim eru leikmenn sem ég spilaði með hjá Milan. Nú fæ ég tækifæri á að spila gegn þeim. Ég átti sjö frábær ár á Ítalíu og ég skulda Ítölum mikið. Nú verð ég að spila gegn þeim og það sem skiptir mig mestu máli er að Úkraína vinni þennan leik," sagði Sheva.

Í Ítalska liðinu eru alls fimm leikmenn frá Milan. En þeir eru: Andrea Pirlo. Gennaro Gattuso, Filippo Inzaghi, Alberto Gilardino og meiddur Alessandro Nesta sem mun eðlilega sitja á bekknum.

Leikurinn er í kvöld klukkan 19.00 og sýndur beint á Sýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×