Fótbolti

Figo telur að Ronaldo sé lykilinn að sigrinum

Figo með Mexíkóahatt eftir leikinn við Mexíkó á dögunum
Figo með Mexíkóahatt eftir leikinn við Mexíkó á dögunum MYND/Reuters

Luis Figo, fyrirliði Portúgala segir að Cristiano Ronaldo sé lykilinn fyrir því að liðið nái að leggja Englendinga að velli í 8-liða úrslitum á laugardaginn á HM.

Ronaldo sem er allur að koma til eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Hollendingum í 16-liða úrslitum. " Hann er allur að koma til og hann er lykilinn sem við höfum til að vinna England á laugardaginn. Þessi leikur er mikilvægur fyrir okkur. Portúgal hefur ekki komist svona langt á HM í 40 ár. Það er mikil heiður að vera hluti af liðinu og vonandi komust við lengra. Við eru stoltir af því að vera eitt af 8 bestu þjóðum heims. Við verðum að hugsa um þennan leik og eins og alltaf taka einn leik fyrir í einu."

Í leiknum við Englendinga mætir Figo, David Beckham, fyrrum félaga sínum hjá Real Madrid. " Beckham er góður vinur vinn, ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við áttum góðar stundir hjá Real Madrid. En það leikurinn á laugardaginn sem skipir máli og vonandi verð ég ánægðari en hann eftir hann," sagði Figo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×