Fótbolti

Perreira vill meira frá Ronaldinho

Brasilíumaðurinn Ronaldinho er tæklaður af Gyan Asomah frá Ghana í leik Brasilíu og Ghana í 16 liða úrslitunum á HM.
Brasilíumaðurinn Ronaldinho er tæklaður af Gyan Asomah frá Ghana í leik Brasilíu og Ghana í 16 liða úrslitunum á HM. MYND/AP

Landsliðsþjálfari Brasilíu, Carlos Alberto Parreira segir að hann vilji sjá meira af Ronaldinho í leikjum liðsins á HM. Ronaldinho hefur hingað til ekkert verið mjög áberandi í leikjum Brasilíu á HM og verið langt frá því sem við þekkjum til hans eins og í vetur með Barcelona.

"Hann er ekki að spila í hæsta gír, eins og hann var að gera með Barcelona. Hann verður að koma meira inn í þetta. Hann er sá leikmaður sem getur komið okkur áfram og alla leið. Hann verður að koma út úr skelinni, annað er bara ekki hægt af besta fótboltamanni heims," sagði Perreira.

Brasilía mætir Frökkum í Frankfurt í 8-liða úrslitum á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×