Fótbolti

Rooney var alltaf viss um að spila á HM

Wayne Rooney og Giovanny Espinoza berjast um boltann í leik Englands og Ekvador á HM.
Wayne Rooney og Giovanny Espinoza berjast um boltann í leik Englands og Ekvador á HM. MYND/AP

Wayne Rooney hefur viðurkennt að hann hafði aldrei í hyggju að vera heima á Englandi í sumar og að hann var viss um að hann myndi vera með á HM.

Veröld Rooney var við það að hrynja þegar að hann braut bein í ökkla undir lok tímabilsins á Englandi og allt útlit var fyrir að hann myndi missa af HM. En hann hlaut góða meðferð og náði undraverðum bata á mettíma.

Hann hefur þegar tekið þátt í tveimur af fjórum leikjum Englands í keppninni og stefnir á þann þriðja gegn Portúgal á laugardaginn. Rooney segir að hann hafi aldrei ætlað að missa af keppninni jafnvel þótt að útlitið væri slæmt á tímabili, sérstaklega þegar hann þurfti að fljúga heim til Englands rétt fyrir riðlakeppnina til að láta taka mynd af ökklanum sem að átti að skera úr um hvort hann yrði leikfær eða ekki. Rooney sagði að það hefði aldrei einu sinni hvarflað að honum að hann myndi ekki vera með. ,,Möguleikinn á því að spila á HM hélt mér gangandi því að þessar keppnir eru ekki á hverju strái og mig langaði að spila" sagði Rooney.

Hann sagði einnig að allir hefðu stutt hann mjög vel og viljað að hann spilaði með á HM, líka Alex Ferguson þrátt fyrir staðhæfingar um annað í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×