Fótbolti

Carrick vill spila áfram

Michael Carrick í vináttulandsleik gegn Hvíta Rússlandi í maí 2006.
Michael Carrick í vináttulandsleik gegn Hvíta Rússlandi í maí 2006. MYND/Reuters

Michael Carrick vill ólmur halda stöðu sinni í enska landsliðinu eftir að hann fékk tækifæri í leiknum gegn Ekvador í 16 liða úrslitunum á HM.

Carrick sem að spilaði stöðu djúps miðjumanns gegn Ekvador var lítið í boltanum í fyrri hálfleiknum í þeim leik, en hann var mun meira inni í spilinu í seinni hálfleik og kom bara nokkuð vel frá leiknum í heild sinni.

Carrick sagðist hafa notið þess að spila á móti Ekvador og að hann vonaði að þetta væri bara byrjunin hjá sér á mótinu og að hann fengi áframhaldandi tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa ekkert fengið að spila af viti í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×