Fótbolti

Gary Neville leikfær gegn Portúgal

Wayne Rooney, Joe Cole, David Beckham og Gary Neville
Wayne Rooney, Joe Cole, David Beckham og Gary Neville MYND/AP

Hægri bakvörðurinn og enski landsliðsmaðurinn, Gary Neville, hefur verið frá undanfarnar tvær vikur vegna meiðsla í kálfa. Steve McLaren, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, sagði við fréttamenn í dag að Neville væri á góðum batavegi og myndi æfa með liðinu á morgun.

Neville mun þá líklega leika með Englendingum á laugardaginn þegar þeir mæta Portúgal í 8-liða úrslitunum á HM. Owen Hargraeves lék í stöðu hægri bakvarðar í síðasta leik gegn Ekvador og var frammistaða hans ekki góð í leiknum og þurfa þeir á Neville til að bæta vörnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×