Fótbolti

Nýr Hollendingur tekur við Suður-Kóreu

Lee Chun-Soo
Lee Chun-Soo MYND/AFP

Landslið Suður-Kóreu hefur ráðið fyrrum aðstoðarþjálfara sinn Pim Verbeek, sem næsta landsliðsþjálfara til næstu 2 ára.

Verbeek tekur við af landa sínum Dick Advocaat, sem lét af störfum eftir síðasta leik Suður-Kóreumanna á HM á dögunum, en hann hefur ráðið sig sem þjálfara hjá rússneska liðinu Zenit í St. Pétrusborg.

Verbeek, sem er fyrrverandi þjálfari Feyenoord í Rotterdam, var einnig aðstoðarþjálfari suður-kóreska landsliðsins á HM 2002, þegar Guus Hiddink núverandi þjálfari Ástralíu var við stjórnvölinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×