Fótbolti

Kæru dómarar, ekki meir

Mér leiðist að væla í dómaranum, en ég hreinlega verð, eftir að hafa horft uppá 16 gul spjöld í gær, fjögur rauð í leik Portúgala og Hollendinga, fer þetta að vera gott, ekki það að sum þeirra hafi verið verðskulduð, sannarlega, en svona mörg er bara vitleysa.

Líku gengdi í dag, Ítalir og Ástralar, rauða spjaldið á Marco Materazzi var ótrúlegt, varla gult, hvaðþá rautt. Það er ekki aðalmálið að dómarar geri mistök, líktog bakverðir eða sóknarmenn, heldur þessi yfirgengilega spjaldagleði sem er beint uppúr FIFA bókinni. Dómurunum sjálfum er vorkunn, ef þeir hlýta ekki þessum reglum, þá dæma þeir ekki meir, en samt, hvað varð um strangt tiltal, aðvörun eða einfaldlega almenna skynsemi?

Vítið hjá Totti var trúarhátíð, ítalsk og gott, leiktíminn liðinn, þeir einum færri, og páfinn í Róm, Francesco Totti kom þeim til bjargar. Luis Cantealejo Medina var vel staðsettur þegar hann flautaði vítið, og eiginlega varnarmanninum að kenna að þessar aðstæður sköpuðust, um leið og hann seldi sig og renndi sér í sóknarmanninn, bauð það uppá snertingu sem Ítalinn nýtti sér.

Það er annars eftir öðru að Figo fær ekki bann fyrir að skalla Van Bommel, yfirvöld líta svo á að dómarinn hafi brugðist við brotinu í leiknum með gulu spjaldi og láta það duga. Þetta er enn ein vitleysan, það er rík hefð fyrir því að dæma svonalagað eftirá, en ekki á HM, það ríkja einfaldlega önnur lögmál í dómgæslu en í deildarkeppninni eða hvað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×