Fótbolti

Mark Beckhams 124 milljón punda virði

David Beckham fagnar marki sínu í leiknum gegn Ekvador.
David Beckham fagnar marki sínu í leiknum gegn Ekvador. MYND/AP

Markið sem að David Beckham skoraði í leiknum á móti Ekvador í 16 liða úrslitunum á HM er talið vera gífurlega mikilvægt fyrir breskan efnahag. Sérfræðingar telja að markið muni bæta efnahaginn um 124 milljónir punda á næstu vikum.

Sigurmark Beckhams tryggði þeim áframhaldandi þáttöku í HM og því verður hinn hái ánægjustuðull sem að tengist HM enn lengri og það er talið stuðla að bættum efnahag. Ánægjustuðullinn eða ,,the World Cup Feel Good Factor" eins og Bretarnir kalla hann verður því enn viðvarandi a.m.k. í eina viku til viðbótar eða þar til að Englendingar mæta Portúgölum í 8 liða úrslitum.

Richard Dodd, talsmaður The British retail consortium, sagði að Bretar muni eyða í kringum 124 milljónum punda aukalega í mat og drykk fyrir hverja viku sem að England heldur sér í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×