Fótbolti

Ballack missir af æfingu þýska liðsins

Maichael Ballack fagnar áhorfendum í leiknum gegn Svíum á HM.
Maichael Ballack fagnar áhorfendum í leiknum gegn Svíum á HM. MYND/Reuters

Fyrirliði þýska landsliðsins Michael Ballack meiddist lítillega í sigurleiknum gegn Svíum og gat því ekki æft með landsliðinu í dag.

Aðstoðarþjálfari Þýska landsliðsins, Oliver Bierhoff, sagði að þetta væru ekki alvarleg meiðsli og líklega yrði hann með með í leiknum gegn Argentínu í 8-liða úrslitum á föstudaginn. Hann bætti því við að engin önnur meiðsli séu í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×