Fótbolti

Bara aleinn Beckham

,,It was ugly at times'' sagið David Beckham um leik Englendinga og Ekvadora í dag, hann gerði það eina rétta, skoraði frábært mark úr aukaspyrnu og Englendingar eru komnir áfram, sannarlega bjargvætturinn rétta eina ferðina til. En þetta var aleina færið þeirra í leiknum, ef færi skildi kalla, restin voru hálffæri, lélegar sendingar, almennt andleysi. Það skiptir bara engu máli, Beckham gerði það sem þurfti, ekki gramm framyfir það.

Lið Ekvadoranna var aldrei hættulegt og nú er bara nýr leikur í átta liða úrslitum, andstæðingurinn eða forsagan skiptir engu, nýr leikur. Það var algerlega augljóst að það vantar miklu fleiri leikmenn inní boxið, þegar sendingarnar koma, og þegar Rooney er að koma aftur og sækja boltann, er bara ekki nokkur maður fremstur, enginn. Þess vegna er framtíðin ekkert sérstaklega björt fyrir enska, en kannski kemur sólin upp um síðir.

Mér þótti annars frétt dagsins, að Oliver Kahn, gleðigjafinn og varamarkmaður Þjóðverja, er kominn í þessa venjulegu þýsku fýlu, vill skýringar frá Klinsmann hvers vegna hann sé ekki markaður númer 1. Frábær tímasetning, gleðin og stemningin allsráðandi í þýska hópnum, þá þarf hann að stíga fram með þetta rugl. Heim með hann, strax, og þá geta hið endurfædda þýska landslið haldið áfram sigurgöngu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×