Fótbolti

Tíunda viðureign liðanna

Portúgal og Holland hafa mæst níu sinnum áður. Portúgalar hafa unnið fimm sinnum, Hollendingar aðeins einu sini og þrisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn. Síðast þegar liðin mættust, í undanúrslitum Evróðumótsins 2004, sigruðu Portúgalar 2-1. Tíu af ellefu manna byrjunarliðinu þá eru í hópi Portúgala nú. Leikur Portúgala og Hollendinga hefst klukkan 19 og verður leikurinn í beinni á Sýn.

Portúgal: Þetta er í 4. skiptið sem Portúgalar taka þátt á HM. Þeir hafa einu sinn áður komist upp úr riðlinum og var það fyrir 40 árum. Portúgalar hafa aldrei gert jafntefli á HM( 15 leikir). Portúgalar hvíldu nokkra lykilmenn gegn Mexíkó eins og Christiano Ronaldo og Deco.

Holland: Hollendingar hafa alltaf komist upp úr riðlinum þegar þeir hafa tekið þátt á HM. Þeir hafa tvisvar sinnum tapað í úrslitaleik HM, 1974 og 1978. Þeir eru ósigraðir í síðustu 15 opinberum leikjum. Spili Edwin van der Sar í dag þá verður hann leikjahæsti leikmaður Hollands frá upphafi með 113 landsleiki. van der Sar hefur ekki fengið á sig mark í 59 af þessum leikjum, eða 52.7%. Aðeins einn markvörður sem spilað hefur 100 leiki eða fleiri hefur betri tölfræði en hann, Peter Shilton. Búist er við því að Marco Van Basten, þjálfari Hollenska landsliðsins, velji Dirk Kuyt í byrjunarliðið á kostnað Ruud van Nistelrooy sem ekki hefur verið að spila vel. Einnig er búist við því að Arjen Robben leikmaður Chelsea komi inn í byrjunarliðið en varnarmaðurinn Johnny Heitinga er tæpur.

Hugsanleg byrjunarlið:

Portúgal

Ricardo, Miguel, Carvalho, Meira, Valente, Costinha, Maniche, Figo, Deco, Ronaldo, Pauleta.

Holland

Van der Sar, Boulahrouz, Ooijer, Mathijsen, Van Bronckhorst, Van Bommel, Sneijder, Cocu, Van Persie, Van Nistelrooy, Robben.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×