Fótbolti

Beckham á bekkinn hjá Englandi

Beckham á æfingu
Beckham á æfingu MYND/AP

Sven-Goran Eriksson landsliðseinvaldur Englendinga sagði við breska fjölmiðla að hann sé reiðubúinn að setja fyrirliða sinn David Beckham á bekkinn ef hann telur hann ekki vera að standa sig.

Svo gæti farið að Beckham sem er 31 árs miðjumaður Real Madrid hefur verið fyrirliði enska landsliðsins síðan 2001 eða þegar Eriksson tók við enska landsliðinu.

Eriksson sagði að ef hann teldi það betri kost að tefla fram hinum unga Lennon á hægri kantinum þá yrði það gert í næsta leik Englendinga gegn Ekvador í 16-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×