Fótbolti

Þýska þjóðin sameinuð með sínu liði

Þýska þjóðin er sameinuð og stendur bakvið sitt lið á HM. Fram kemur í Þýskum fjölmiðlum að viðsnúningur hafi orðið en fyrir mót var almenningur á því að Þýska liðið væri ekki gott og mundi ekki gera stóra hluti á HM.

Þýska liðið fór taplaust úr A-riðli og sýndi á sér nýjar hliðar. Stemming er góð í liðinu og allir eru að vinna fyrir alla. Þetta hefur þýska þjóðin meðtekið og svartsýnustu menn hafa skipt um skoðun og nú telja menn að liðið geti farið alla leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×