Fótbolti

Henry kennir dómaranum um hvernig fór

Thierry Henry sóknarmaður franska landsliðsins kennir dómara leiksins í leiknum við Suður Kóreu í gær hvernig fór. Benito Archundia frá Mexico dæmdi leikinn og hann dæmdi ekki mark þegar skalli Patrick Veira fór greinilega allur inn fyrir línuna á 30 mínútu í leiknum. Leikurinn endaði 1-1.

"Við mótmæltum ekki en þetta var alveg augljóst. Það sáu þetta allir nema dómarinn. Af hverju hann dæmdi ekki mark, það veit ég ekki, en boltinn var allur inni. Þessi dómari var frekar fljótur á sér fannst með að vefa spjöldum og fyrir litlar sakir. Þetta er bara ekki að liggja okkar megin, en það var dæmt mark af okkur sem var löglegt og það særir mann eftir á," sagði Henry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×