Fótbolti

Terry er einn sá besti í dag

MYND/AFP

Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea segir að John Terry, leikmaður enska landsliðsins sé einn besti varnarmaður heims í dag. Hann hafði þetta að segja um málið.

"John Terry er einn fremsti knattspyrnumaður Englands í dag og hann er aðeins 25 ára gamall. Hann á allan ferilinn framundan. Hann er einn besti varnarmaður heims í dag og hann á eftir 5-7 ár á sama stigi. Hann er ótrúlegur leikmaður sem gefur sig allan í hvaða leik sem er og hann hlífir sér ekki neitt. Hann hefur rétta viðhorfið og hann smitar það út til hina. Þegar ég var hjá Chelsea voru nokkrir leikmenn með sama viðhorf og hann eins og Zola, Eiður Smári, Joe Cole og Damien Duff. Terry hefur sagt að hann mun aldrei yfirgefa Chelsea og ég trúi því að hann standi við það. Hann er Chelsea innan sem utan;" sagði Ranieri.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×