Fótbolti

Michel ætlar að hætta með Fílabeinströndina

MYND/AFP

Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar býðst við því að leikurinn gegn Serbum verði hans síðasti leikur með liðið.

Michel sem er frakki náði að koma liðinu á HM í fyrsta sinn í sögu þess en árangur þess á HM hefur ekki verið eins og menn vonuðust eftir.

"Knattspyrnusambandið hefur ekkert rætt við mig um nýjan samning og ég á ekki von á öðru en að hætta með það eftir leikinn gegn Serbum. Ég sé mikla framtíð í þessu liði og við vorum óheppnir í þessum tveimur leikjum sem við höfum spilað. Svona er þetta bara en ég kvíði ekki framtíð Fílabeinsstrandarinnar," sagði Michel






Fleiri fréttir

Sjá meira


×