Fótbolti

De Rossi biðst afsökunar á olnbogaskoti sínu

De Rossi horfir á rauða spjaldið
De Rossi horfir á rauða spjaldið MYND/AP

Ítalski landsliðsmaðurinn Daniele De Rosso hefur beðist afsökunar á olnbogaskoti sínu í leiknum gegn USA sem kostaði hann rautt spjald. Atvikið gerðist í fyrrihálfleik er hann gaf Brian McBride skotið.

FIFA er að skoða málið og hafa fréttaskýrendur sagt að jafnvel að leikmaðurinn spili ekki meira á HM þar sem hann verður jafnvel settur í 3-6 leikja bann.

"Ég er miður mín vegna þessa og ég hef ollið liðinu vonbrigðum. Ég biðst afsökunar á þessu. Ég ætlaði ekki að meiða leikmanninn. Ég er búinn að tala við hann og biðja hann afsökunar. Ég vona að ég fari ekki í langt bann en það kemur í ljós," sagði De Rossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×