Fótbolti

Parreira stendur með Ronaldo

Ronaldo hittir ekki boltann
Ronaldo hittir ekki boltann MYND/Reuters

Carlos Alberto Parreira, þjálfari Brasilíu stendur 100% með Ronaldo og segir hann hafa sýnd mikla framför milli leikja. Ronaldo sem var markakóngur í síðustu keppni með 8 mörk hefur ekki náð að skora í þeim tveimur leikjum sem búnir eru og hefur honum verið skipt útaf í báðum þessum leikjum.

Hann lagði annað mark Brasilíu upp í 2-0 sigri á Ástralíu í gær.

"Það eru batamerki á honum frá síðasta leik. Hann þarf bara að fá sinn tíma til að koma sér af stað. Hann verður í byrjunarliðinu gegn Japan í næsta leik. Við munum láta hann spila sig í form," sagði Parreira.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×